Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2009 Matvælaráðuneytið

Samráðshópur um kræklingarækt

Í skýrslu nefndar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stöðu og möguleika kræklingaræktar á Íslandi, sem birt var 2. júní 2008, var gerð tillaga um stofnun samráðshóps um uppbyggingu kræklingaræktar sem í ættu sæti fulltrúar kræklingaræktenda og opinberra stofnana.

Ráðherra hefur stofnað fimm manna samráðshóp og í honum sitja fulltrúar Matvælastofnunar, Matís ohf., Hafrannsóknastofnunar og Skelræktar - samtaka skelræktenda.

Hlutverk samráðshópsins er að samþætta starf ríkisstofnananna og koma með tillögur til ráðherra um fyrirhuguð ræktunarsvæði sem fara í heilnæmiskönnun og mat á tíðni eitraðra svifþörunga. Jafnframt að koma með tillögur um fyrirtæki sem fái styrki til að láta framkvæma þörungaeiturs- og kadmíummælingar í kræklingi.

Hlutverk Hafrannsóknastofnunarinnar og Matís verði að gera sýnatökuáætlun í samráði við Matvælastofnun til að tryggt verði að hægt sé að nýta gögnin til birtingar. Það verði síðan hlutverk Hafrannsóknastofnunarinnar og Matís að sjá um úrvinnslu og birtingu niðurstaðna.

Samráðshópinn skipa:

Ingimar Jóhannsson formaður,
Guðrún Þórarinsdóttir frá Hafrannsóknastofnuninni, varamaður Hrafnkell Eiríksson,
Franklín Georgsson frá Matís, varamaður Ragnar Jóhannsson,
Þór Gunnarsson frá Mast, varamaður Gísli Jónsson,
Skúli Gunnar Böðvarsson frá Skelrækt og Björn Theodórsson ritari.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta