Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stækkun friðlands í Þjórsárverum á að vera lokið snemma á næsta ári

2. ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur 10. maí 2009
Ríkisstjórn Íslands

Undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefst nú þegar samkvæmt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Umhverfisráðherra vill ljúka stækkun friðlandsins eigi síðar en snemma árs 2010.

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og friðun þess lokið hið fyrsta.

Stækkunin verður unnin í samræmi við ákvæði náttúruverndarlaga og undirbúningurinn verður í höndum Umhverfisstofnunar í samráði við landeigendur, viðkomandi sveitarfélög og aðra þá sem hagsmuni eiga að gæta.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta