Vinnuhópur um makrílveiðar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að setja á fót vinnuhóp til þess að fara yfir makrílveiðar íslenska skipaflotans í ár og í fyrra og vinna greinargerð um framkvæmd veiðanna sem nýst geti til ráðgjafar við að móta til framtíðar skipulag veiða og vinnslu á makríl. Jafnframt að draga saman eftir föngum upplýsingar um stöðu makrílstofnsins og dreifingu innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Hópnum er ætlað að skila greinargerð um miðjan september 2009.
Hópinn skipa:
Steinar I. Matthíasson, skrifstofustjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, formaður
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna,
Sigurjón Arason, verkefnastjóri, MATÍS,
Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur, Hafrannsóknastofnuninni og
Þórhallur Ottesen, deildarstjóri, Fiskistofu.