Þúsundir manna heimsóttu Stjórnarráðið á menningarnótt.
Stjórnarráðshúsið var nú í fyrsta sinn opið á Menningarnótt og þúsundir fólks á öllum aldri litu þar inn og skoðuðu starfsaðstöðu forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.
Auk þess að skoða húsið gátu gestir kynnt sér sögu þess en það hefur þjónað fjölþættu hlutverki í tímans rás eins og flestum er kunnugt. Öll ráðuneyti ríkisstjórnar Íslands voru í húsinu til 1939 og forseti Íslands hafði þar lengi vel skrifstofu.
Ráðuneytið þakkar þeim fjölmörgu góðu gestum sem litu inn og vonast til þess að sjá sem flesta á Menningarnótt að ári.
- Saga Stjórnarráðshússins
- Ríkisstjórnatal (á stjornarrad.is)