Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kanna möguleika á skaðabótamáli

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu fjármálaráðherra um að stofna starfshóp sem kanna skal möguleika ríkisins á að hefja og reka skaðabótamál á hendur þeim lögaðilum og einstaklingum, sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi í landinu fjárhagslegt tjón með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins og í því.

Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis auk þess sem 2-3 lögfræðingar verða ráðnir til starfa fyrir hópinn. Verkefnið verður m.a. að gera á því athugun í hvaða tilvikum líklegt er að hefja megi slík mál með árangri, skilgreina einstök mál og velja þau sem líklegt er að geti haft hraðan framgang og hafi fordæmisgildi. Að lokinni þessari undirbúningsvinnu verður svo ákveðið hvort og með hvaða hætti staðið verður að málshöfðun og þá m.a. hvort hún yrði í höndum ríkislögmanns eða annarra.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta