Vinnuhópur til að endurskoða jarða- og ábúðarlög
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa vinnuhóp til að endurskoða jarða- og ábúðarlög í þeim tilgangi að stuðla að skynsamlegri landnýtingu með tilliti til fæðuöyggis þjóðarinnar og eflingar búsetu í sveitum landsins.
Í vinnuhópnum eru:
- Erna Bjarnadóttir hagfræðingur B.Í., formaður
- Helgi Haukur Hauksson, bóndi, Straumi, Fljótsdalshéraði
- Jóhannes Sigfússon bóndi, Gunnarsstöðum, Þistilfirði
- Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður, Ísafirði
- Sigurbjartur Pálsson, bóndi, Skarði, Rangárþingi
- Stefán Ólafsson, hrl., Blönduósi.
Með vinnuhópnum munu jafnframt starfa Sigurður Þráinsson skrifstofustjóri og Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.