Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun í framhaldsskóla haustið 2009

Innritunin var að þessu sinni talsvert óvenjuleg af ýmsum sökum.

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2009 er nú lokið. Innritunin var að þessu sinni talsvert óvenjuleg af ýmsum sökum. Í fyrsta lagi voru óvenjumargir nemendur í framhaldsskólum í vor vegna mikillar innritunar á vorönn 2009. Í öðru lagi sóttu meira en 96% nemenda úr 10. bekk um skólavist og í þriðja lagi reyndi nú verulega á lagaákvæði um fræðsluskyldu allra barna innan átján ára aldurs.

Aðsókn í einstaka skóla var misjöfn eins og jafnan áður þannig að nemendur fengu ekki endilega inni í þeim skóla sem þeir völdu. Nú hefur öllum ólögráða nemendum verið boðin skólavist, sem langflestir hafa þegið, og segja má að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu séu fullmannaðir og raunar gott betur. Sama máli gegnir um flesta skóla á landsbyggðinni, en þó gætu þar enn verið örfá sæti laus.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta