Kynningarfundur og námskeið vegna löggildingarprófs fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur
Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin í febrúar 2010, að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggildingarpróf verður haldinn miðvikudaginn 16. september nk. kl. 17:00 í Lögbergi, stofu 101, Háskóla Íslands, 101 Reykjavík. Námskeiðið fer fram laugardagana 3. okt., 17. okt., 7. nóv. og 21. nóv. nk. frá kl. 10-16. Próftökum er skylt að sækja námskeiðið.
Umsóknir á eyðublöðum sem fást hjá sýslumanninum á Hólmavík, á vefnum www.syslumenn.is og hér á vef dómsmálaráðuneytisins skulu berast sýslumanninum á Hólmavík, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík, í síðasta lagi 30. september n.k. Prófjald, að fjárhæð kr. 100.000,-, skal greiða inn á reikning embættisins nr. 0316-26-00091, kt. 570269-5189, og skal staðfesting á greiðslu fylgja umsóknum. Námskeiðsgjald er innifalið í prófgjaldi.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sýslumannsins og Hólmavík í síma 455 3500.