Skipun heimsminjanefndar Íslands 2009 - 2013
Menntamálaráðherra hefur skipað heimsminjanefnd til næstu fjögurra ára. Nefndin er þannig skipuð:
- Margrét Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Þjóðminjasafns Íslands, formaður,
- Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins,
- Lovísa Ásbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, tilnefnd af umhverfisráðuneyti,
- Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneyti,
- Sigurður Á. Þráinsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneyti, tilnefndur af umhverfisráðuneyti.
Hlutverk nefndarinnar er að fylgja eftir heimsminjasamningi UNESCO fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Í því felst m.a. að gera tillögur til ríkisstjórnar um íslenska staði sem ættu heima á heimsminjaskrá UNESCO um menningar- og náttúruarfleifð heims og undirbúa tilnefningar íslenskra staða á heimsminjaskrána. Tveir íslenskir staðir eru nú á heimsminjaskrá UNESCO: Þingvellir og Surtsey.