Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samstarf um eignarhald á HS Orku

Sameiginleg fréttatilkynning fjármálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis.

Forsendur þess að ganga til samninga við núverandi eigendur að HS Orku um kaup á meirihluta í félaginu verða kannaðar af viðræðuhópi sem skipaður verður á næstu dögum. Hópurinn verður skipaður af ríkinu, lífeyrissjóðum, Grindavíkurbæ, fleiri sveitafélögum auk annarra aðila sem rætt hafa samstarf um kaup á eignarhlutum í HS Orku undanfarna daga. Miðað er við að niðurstaða viðræðna um möguleg kaup á meirihluta hlutafjár í HS Orku liggi fyrir á næstu vikum.

Stjórnvöld vilja jafnframt að samningar vegna nýtingar jarðhita á Reykjanesi verði endurskoðaðir í tengslum við samninga HS Orku við ríkið um nýtingu orkuauðlinda í þess eigu á Reykjanesi. Þeirri endurskoðun er ætlað að taka mið af niðurstöðum nefndar á vegum forsætisráðuneytisins sem fjallar um afgjald, leigutíma o.fl. fyrir nýtingu orkuauðlinda í eigu ríkisins og er að vænta fyrir árslok.

Þá leggja stjórnvöld áherslu á aðkomu sterkra eigenda að HS Orku svo gera megi fyrirtækið í stakk búið að gegna áfram mikilvægu samfélagslegu hlutverki við atvinnuuppbyggingu.

Þá munu ríkið og lífeyrissjóðirnir taka upp viðræður um mögulega aðkomu sjóðanna að öðrum verkefnum á sviði orkumála.

Fjármálaráðuneytinu 31. ágúst 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta