Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2009 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skilagrein rýnihóps um aðgerðir í háskóla- og vísindamálum

Menntamálaráðherra skipaði í byrjun júní rýnihóp til að leggja mat á tillögur um breytingar á háskólakerfinu og stefnumótunar- og stuðningskerfi rannsókna og nýsköpunar.

Menntamálaráðherra skipaði í byrjun júní rýnihóp til að leggja mat á tillögur um breytingar á háskólakerfinu og stefnumótunar- og stuðningskerfi rannsókna og nýsköpunar sem tveir hópar sérfræðinga höfðu lagt fram vorið 2009 og gera tillögur að útfærslum. Rýnihópurinn hefur nú skilað niðurstöðum sínum.

Hópurinn telur mikilvægt að menntamálaráðuneytið beiti sér fyrir aðgerðum sem stuðla að auknu samstarfi í háskólakerfinu, eflingu á gæðamati og eftirliti og hefji endurskoðun á fjármögnun háskólanna. Einnig leggur hópurinn til áætlun um næstu skref á þeirri leið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta