Hoppa yfir valmynd
1. september 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum dagana 21. og 22. september 2009

Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu. Hún fer fram á tungumálum Norðurlandanna og ensku og verður túlkuð.
NORDEN - Norræna ráðherranefndin
norden-logo_is

Á ráðstefnunni verða fyrirmyndarverkefni frá öllum Norðurlöndunum kynnt og farið yfir stöðu mála í Evrópu á sviði jafnréttisstarfs í skólum. Lögð verður áhersla á að kynna efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi.

  • Ráðstefnan er kjörinn vettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræðimenn, stjórnmálamenn og alla þá sem vilja fræða og fræðast um jafnrétti í námi og starfi.
  • Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
  • Hún fer fram á tungumálum Norðurlandanna og ensku og verður túlkuð. Skráning og nánari upplýsingar á slóðinni http://formennska2009.jafnretti.is/fm2009/?D10cID=ReadNews&ID=15&CI=0
  • Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 21. og 22. september

Dagskrá:

Mánudagur 21. september
18:00 – 18:30 Skráning og móttaka ráðstefnugesta.
18:30 – 18:45 Setning ráðstefnunnar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
18:45 – 19:00 Ávarp. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.
19:00 – 20:00

Mike Younger, deildarforseti kennaradeildar Cambridge-háskóla.

Contextualising the ‘Boys’ Agenda’ within an inclusive context or “Let’s not forget the girls”.

Implications for policy and practice on gender equality in schools.

20:00 – 20:15 Kársneskórinn syngur nokkur lög.
20:15 – 21:30

Móttaka og kynningarbásar opnaðir.

Þriðjudagur 22. september
08:30 – 09:00 Húsið opnar.
09:00 – 09:15 Ávarp. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.
09:15 – 09:45 Eva Nyström, lektor við Umeå háskóla í Svíþjóð. ”Nordisk forskning om jämställdhet, kön och genus i skolan, 2005–2009”.
09:45 – 10:15

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri. The politics of gender equality intervention programs in schools.

10:15 – 10:45 Kaffihlé og kynningarbásar.
10:45 – 12:30

Fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna:

  • Danmörk – Cecilie Nørgaard, frá danska háskólanum í uppeldisfræðum.
    Finnland – Marja-Leena Haataja, verkefnisstjóri við Háskólann í Oulu.
  • Ísland – Arnfríður Aðalsteinsdóttir, verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu.
  • Noregur – Nina Johannesen, ráðgjafi frá Jafnréttissetrinu í Osló.
  • Svíþjóð – Elisabet Wahl, verkefnisstjóri í menntamálaráðuneyti Svíþjóðar.

12:30 – 13:30 Hádegisverður.
13:30 – 14:45

Málstofur:

1. Kynjafræði og kennaramenntun. (Íslenska - túlkuð).

  • Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri.
    Þórdís Þórðardóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

2. Kynbundið náms- og starfsval. (Enska – ótúlkuð).

  • Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, dósent í náms- og starfsráðgjöf.
    Kristjana Stella Blöndal, lektor í náms- og starfsráðgjöf.

3. Kynjaskipting í skólastarfi – okkar leið í jafnréttismálum. (Danska – ótúlkuð).

  • Matthías Matthíasson, kennari og fyrrverandi skólastjóri hjá Hjallastefnunni.
14:45 – 15:15 Kaffihlé og kynningarbásar.
15:15 – 16:00 Niðurstöður úr málstofum og umræður.
16:00 – 16:15 Samantekt og ráðstefnuslit.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta