Nýr upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu
Einar Karl Haraldsson tók í dag til starfa sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Í sumar hefur hann starfað sem sérfræðingur í ráðuneytinu og leyst af aðstoðarmann ráðherra. Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður iðnaðarráðherra sl. tvö ár og á að baki langan feril við ritstjórn, störf fyrir stjórnmálaflokka, fyrir Norðurlandaráð og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í almannatengslum. Einar Karl lagði stund á stjórnmálafræði í Toulouse í Frakklandi og í Stokkhólmi á námsárum sínum og síðar á markaðs- og útflutningsfræði hjá EHÍ. Einar Karl er ráðinn til sex mánaða.
Kristján Kristjánsson lét af störfum í gær sem upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins þegar tímabundinni ráðningu hans lauk.
Reykjavík 1. september 2009