PISA 2006 ráðstefna, Northern Lights lll - Árangur í raungreinum við lok skyldunáms, í Reykjavík 17. - 18. ágúst 2009
Dagana 17. og 18. ágúst var haldin á Grand Hótel Reykjavík ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í samvinnu við menntamálaráðuneytið, um niðurstöður PISA 2006 rannsóknarinnar. Samtímis kom út ný norræn skýrsla um PISA 2006, Northern Lights on PISA 2006, sem gefin er út af Norrænu ráðherranefndinni og unnin af hópi norrænna sérfræðinga.
Þátttakendur á ráðstefnunni koma frá öllum Norðurlöndunum og eru bæði úr rannsóknageiranum og frá ráðuneytum og stofnunum sem hafa með skólamál að gera. Flutt verða mörg erindi um ýmsar hliðar rannsóknarinnar með áherslu á hinar norrænu niðurstöður og samanburð á milli Norðurlanda.
Fyrri dag ráðstefnunnar verður áhersla á frammistöðu nemenda í náttúrufræði og síðari daginn verður meðal annars fjallað um rafrænar prófanir og beinar rannsóknir á því sem gerist í kennslustundum. Einungis Danmörk og Ísland tóku þátt í rafrænni prófun á frammistöðu í náttúrufræði.
Gerð verður grein fyrir niðurstöðu þess hluta rannsóknarinnar og frammistaða á rafrænum prófum borin saman við hefðbundnar prófanir. Að loknum erindum munu þátttakendur taka þátt í umræðum.
Öll Norðurlöndin hafa tekið þátt í PISA frá upphafi og hafa finnskir nemendur ætíð staðið sig best allra. Ísland, Noregur og Danmörk hafa sýnt svipaða frammistöðu, en Ísland hefur skorið sig úr sökum mikils munar á frammistöðu stúlkna og drengja. Ísland er eitt af fáum löndum í allri rannsókninni þar sem stúlkur eru að jafnaði betri í öllum greinum en drengir. Fjallað verður nánar um þennan kynjamun og rætt hvað gæti hugsanlega skýrt hann.
Frammistaða flestra landa í lestri hefur farið versnandi frá árinu 2000 þegar fyrsta rannsóknin var gerð og er sú staðreynd nokkurt áhyggjuefni. Hér á landi er þessi tilhneiging mjög skýr en seint á árinu 2010 eru væntanlegar nýjar niðurstöður í lestri sem varpa frekara ljósi á þróun mála.
- Aðalefni ráðstefnunnar verður árangur í raungreinum á Norðurlöndunum við lok skyldunáms.
- Fyrirlesarar verða höfundar skýrslunnar sem kemur út í tengslum við ráðstefnuna og verður gefin út af Norrænu ráðherranefndinni. Farið verður í gegnum niðurstöðurnar frá ýmsum sjónarhornum og m.a. fjallað um viðhorf nemenda og skólamanna og tengsl raungreina við ýmsar bakgrunnsbreytur. Einnig verður rætt um hvað er líkt og hvað ólíkt með löndunum.
-
Ráðstefnan er ætluð þeim sem marka stefnu í skólamálum, kennurum og skólastjórnendum svo og þeim sem fást við rannsóknir á lestri. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík.
Sunday 16.08.09 | |
---|---|
18.00-19.00 | Reception for all participants at the Grand Hotel Reykjavik. |
Monday 17.08.09 | |
---|---|
09.00-09.15 | Welcome by the Icelandic Ministry of Education. |
09.15-10.30 |
Introduction
Tomas Matti. Education and performance in the Nordic Countries. Jari Lavonen et al. Science education, the science curriculum and PISA 2006. |
10.30-11.00 | Coffee break |
11.00-12.30 |
Science performance and background Jarkko Hautamäki et al. Educational Equity account in Nordic Countries. Ole Kristian Bergem, Niels Egelund and Flovin Eydesgaard. The Influence from individual social background and school social background in the Nordic Countries. |
12.30-14.00 | Lunch |
14.00-15.30 |
Differences and similarities in the Nordic Countries
Jarkko Hautamäki et al. What do principals and students say about schooling and science education? Marit Kjernsli and Svein Lie. Science performance: The Nordic Countries in an International Perspective. |
15.30-16.00 | Coffee break |
16.00-18.00 |
Reading
Jarkko Hautamäki & Airi Hautamäki. Reading and Socio-Economic factors: A cross-sectional Nordic study of 2000, 2003 and 2005 PISA results. Astrid Roe and Karin Taube. Norwegian and Swedish students’ reading engagement in 2000 and 2006 in a gender perspective. |
20.00 | Conference Dinner |
Tuesday 18.08.09 | |
---|---|
09.00-10.30 |
Electronic testing and PISA– present and future. Julius K. Björnsson et al. The main results from the CBAS study. Implications for the future. Almar Halldorsson et al. Are Icelandic boys really better on computerized tests? |
10.30-11.00 | Coffee break |
11.00-12.30 |
What really happens in the classroom? What do we need to focus on? Svein Lie and Astrid Roe. PISA PLUSS - a project on learning and teaching strategies in Norwegian schools based on video studies from ninth grade maths-, science and reading classrooms. |
12.30-14.00 | Lunch |
14.00-15.30 | Summary and conclusions. Results from the morning discussion groups. Each group reports. The future:Where is PISA going? |
15.30 | Farewell and closing comments |
16.30 | Optional excursion |
-
Dagskrá ráðstefnunnar (PDF - 103KB)
-
PISA 2006 skýrslan (PDF - 2MB)
- Northern Lights on PISA 2006 - Skýrsla (PDF- 1.2MB)