Samkomulag stjórnvalda og skilanefndar Kaupþings undirritað
Fréttatilkynning nr. 61/2009
Íslensk stjórnvöld og skilanefnd Kaupþings hafa undirritað samning um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Kaupþingi yfir í Nýja Kaupþing í október s.l. og er hann í samræmi við samkomulag sem kynnt var 20. júlí s.l. Eins og tilkynnt var þann 14. ágúst s.l. hefur ríkissjóður nú veitt Nýja Kaupþingi eigiðfé í formi ríkissskuldabréfa upp á 72 milljarða króna. Bankinn stendur þar með á traustum fjárhagslegum grunni með 12% eiginfjárhlutfall.
Samningurinn felur í sér, líkt og tilkynnt var þann 20. júlí s.l., að skilanefnd Kaupþings, að undangengnu samráði við kröfuhafa, á þess kost fram til 31. október n.k. að eignast 87% hlutafjár í Nýja Kaupþingi. Þar með yrði hlutur íslenska ríkisins 13% og stór hluti eiginfjárframlags þess gengi til baka. Nýti kröfurhafar sér ekki þennan kost mun íslenska ríkið áfram verða eigandi bankans en kröfuhafar munu þó hafa kauprétt á allt að 90% hlutafjár í bankanum á árunum 2011 til 2015 á kjörum sem tryggja ríkinu eðlilegt endurgjald fyrir fjárfestingu sína í bankanum.
Fjármálaráðuneytinu 4. september 2009