Hoppa yfir valmynd
4. september 2009 Matvælaráðuneytið

Verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunar

Dagana 21. – 22. september n.k. verður haldið verkefnastefnumót íslenskra þátttakenda í verkefnum innan Norðurslóðaáætlunar í Nýheimum, Höfn Hornafirði.

Meginmarkmið fundarins er að

  • efla tengslanet þátttakenda
  • fara yfir helstu þætti er varða fjárhagsuppgjör, skýrslugerð og endurskoðun
  • ræða þátttöku verkefna í árlegri ráðstefnu Norðurslóðaáætlunar Lava 09 í Iðnó 10. – 11. nóvember n.k. og fyrirhugaðar verkefnakynningar í tengslum við hana í Tjarnarsal, Ráðhúss Reykjavíkur
  • fara yfir þátttöku Íslands í áætluninni m.a. með verkefnakynningum
  • kynna í hvaða áherslur áætlunarinnar vantar verkefni
  • að ræða um aukið og bætt upplýsingaflæði og samstarf

Mikilvægt er að öll verkefni Norðurslóðaáætlunar 2007-2013 sendi (1-3) þátttakendur á fundinn. Fundurinn er jafnframt opinn öllum sem áhuga hafa á að kynna sér áætlunina og framkvæmd hennar hér á landi

Skráning og frekari upplýsingar á vefsíðu Byggðastofnunar:



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta