Hoppa yfir valmynd
8. september 2009 Forsætisráðuneytið

Fundur með Olli Rehn stækkunarstjóra Evrópusambandsins

Forsætisráðherra tekur við spurningalistanum frá Olli Rehn
Forsætisráðherra tekur við spurningalistanum frá Olli Rehn

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Olli Rehn, afhenti í dag Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra lista yfir spurningar sem framkvæmdastjórn ESB óskar svara Íslands við til undirbúnings skýrslu um aðildarumsókn Íslands.

Um er að ræða um 2500 spurningar sem skiptast í 33 kafla og beinast að þeim efnisþáttum sem fyrirhugaðar aðildarviðræður munu lúta að. Auk þess er athyglinni beint að ýmsum innviðum landsins, stofnanalegri uppbyggingu og stjórnkerfi.

Einstök ráðuneyti og stofnanir munu undirbúa svör við spurningunum á næstu vikum en gert er ráð fyrir að þau liggi fyrir eins fljótt og kostur er.

Reykjavík 8. september 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta