Ingvar Sverrisson verður aðstoðarmaður samgönguráðherra
Ingvar Sverrisson hefur starfað sem framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar Jónson og Le´macks og Góðs Fólks undanfarin þrjú ár. Ingvar starfaði áður við rekstrarráðgjöf og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar auk ýmissa trúnaðarstarfa fyrir Samfylkinguna. Ingvar var varaformaður Íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur í 12 ár og hefur starfað í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti síðan 1993 og gegnir nú formennsku þar. Ingvar er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur og hefur gegnt þeirri stöðu síðan í febrúar í ár. Ingvar er í sambúð með Hólmfríði Björk Óskarsdóttur og eiga þau þrjá drengi.
Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur ráðið Ingvar Sverrisson aðstoðarmann sinn. |