Hoppa yfir valmynd
10. september 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ósk og Ásta í aðra umferð

Ósk Vilhjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir eru komnar áfram í aðra umferð í vali um það hver hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Níu af þeim 63 sem tilnefndir voru í upphafi komust áfram í aðra umferð.

Verðlaunin eru að þessu sinni veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur á einstakan hátt skapað gott fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og bæta skilning á þýðingu náttúrunnar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði.

Dómnefnd Náttúru- og umhverfisverðlaunanna ákveður hver hlýtur verðlaunin á fundi sem haldinn verður á Íslandi þann 7. október. Verðlaunin nema jafnvirði 350.000 danskra krón og verða afhent á Norðurlandaráðsþingi sem haldið verður í Stokkhólmi í lok október. Kolbrún Halldórsdóttir er formaður dómnefndarinnar og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður SUNN, situr einnig í dómnefndinni.

Frétt á norden.org.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta