Hoppa yfir valmynd
13. september 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samkomulag stjórnvalda og skilanefndar Glitnis undirritað

Fréttatilkynning nr. 62/2009

Íslensk stjórnvöld og skilanefnd Glitnis hafa undirritað samning um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Glitni yfir í Íslandsbanka í október 2008 og er hann í samræmi við samkomulag sem kynnt var 20. júlí 2009. Eins og tilkynnt var þann 14. ágúst 2009 hefur ríkissjóður nú veitt Íslandsbanka eigið fé í formi ríkissskuldabréfa að fjárhæð 65 milljarða króna. Bankinn stendur þar með á traustum fjárhagslegum grunni með u.þ.b. 12% eiginfjárhlutfall.

Samningurinn felur í sér að skilanefnd Glitnis, að undangengnu samráði við kröfuhafa, hefur kost á því til 30. september 2009 að eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þar með yrði hlutur íslenska ríkisins 5% og stór hluti eiginfjárframlags þess gengi til baka, en ríkið mun þó áfram veita bankanum stuðning með eignarhlut sínum og 25 milljörðum króna í formi víkjandi láns.

Nýti kröfurhafar sér ekki þennan kost mun íslenska ríkið áfram verða eigandi bankans. Greiðsla vegna yfirfærðra eigna verður þá í formi skuldabréfs sem Íslandsbanki gefur út. Að auki munu kröfuhafar fá forkaupsrétt á allt að 90% hlutafjár í bankanum á árunum 2011 til 2015 á kjörum sem tryggja ríkinu eðlilegt endurgjald fyrir fjárfestingu sína í bankanum.

Fjármálaráðuneytinu 13. september 2009

Nánari upplýsingar veitir:
Elías Jón Guðjónsson, 694 14 80



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta