Starfshópur um nýtingu lífræns úrgangs.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að stofna starfshóp til að meta og gera tillögur um hvernig bæta megi nýtingu á lífrænum úrgangi sem fellur til við matvælavinnslu hér á landi.
Tilefni þessa er m.a. ályktun sem samþykkt var á búnaðarþingi í vetur en hún fól í sér að huga skyldi sérstaklega að því hvernig skjóta mætti styrkari stoðum undir fóðuröflun fyrir loðdýraræktina.
Starfshópinn skipa:
Kristinn Hugason deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, formaður
Einar E. Einarsson loðdýraræktarráðunautur BÍ
Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS
Kjartan Hreinsson sérgreinadýralæknir frá Matvælastofnun
Bryndís Skúladóttir forstöðumaður umhverfismála hjá SI
Bragi Bergvinsson tæknifræðingur, starfsmaður SF
Sigurbjörg Sæmundsdóttir sérfræðingur í umhverfisráðuneyti.