Viðskiptaráðherra skipar formann nefndar um erlenda fjárfestingu
Viðskiptaráðherra hefur skipað Unni Kristjánsdóttur formann nefndar um erlenda fjárfestingu, í samræmi við ákvæði 12. gr. laga nr. 34/1991.
Þá hefur ráðherra skipað Silju Báru Ómarsdóttur varaformann nefndarinnar. Nefndin, sem er kosin af Alþingi samkvæmt hlutfallskosningu að afstöðnum almennum þingkosningum, er þannig skipuð:
AðalmennUnnur Kristjánsdóttir, formaður Silja Bára Ómarsdóttir, varaformaður Adolf H. Berndsen Björk Sigurgeirsdóttir Sigurður Hannesson |
VaramennArnar Guðmundsson Bryndís Haraldsdóttir Jóna Benediktsdóttir Ingiveig Gunnarsdóttir Kolfinna Jóhannesdóttir |
Þóra M. Hjaltested, lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu var skipuð ritari nefndarinnar.
Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með að ákvæðum 4. gr. laganna um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sé framfylgt. Formaður nefndarinnar boðar hana til funda.