Hoppa yfir valmynd
16. september 2009 Matvælaráðuneytið

Viðskiptaráðherra skipar formann nefndar um erlenda fjárfestingu

Viðskiptaráðherra hefur skipað Unni Kristjánsdóttur formann nefndar um erlenda fjárfestingu, í samræmi við ákvæði 12. gr. laga nr. 34/1991.

Þá hefur ráðherra skipað Silju Báru Ómarsdóttur varaformann nefndarinnar.  Nefndin, sem er kosin af Alþingi samkvæmt hlutfallskosningu að afstöðnum almennum þingkosningum, er þannig skipuð:

  

 Aðalmenn

Unnur Kristjánsdóttir, formaður

Silja Bára Ómarsdóttir, varaformaður

Adolf H. Berndsen

Björk Sigurgeirsdóttir

Sigurður Hannesson

 Varamenn

Arnar Guðmundsson

Bryndís Haraldsdóttir

Jóna Benediktsdóttir

Ingiveig Gunnarsdóttir

Kolfinna Jóhannesdóttir



Þóra M. Hjaltested, lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu var skipuð ritari nefndarinnar.

Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með að ákvæðum 4. gr. laganna um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sé framfylgt.  Formaður nefndarinnar boðar hana til funda.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta