Hoppa yfir valmynd
18. september 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skipað í nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu

Fréttatilkynning nr. 63/2009

Fjármálaráðherra hefur skipað í nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu. Nefndinni er ætlað að kanna grundvöll þess að leggja á umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu sem renni til uppbyggingar þjóðgarða og annarra fjölsóttra og friðlýstra áningarstaða ferðamanna og til eflingar ferðaþjónustu.

Nefndina skipa:

  • Ólafur Örn Haraldsson, formaður,
  • Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri, skipuð samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðherra,
  • Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri, samkvæmt tilnefningu umhverfisráðherra,
  • Ingibjörg G. Guðjónsdóttur, samkvæmt tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar,
  • Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, samkvæmt tilnefningu samtaka á sviði náttúruverndar.

Fjármálaráðherra mælist til þess að nefndin hraði störfum sínum eftir föngum og að fyrir liggi tillögur eða bráðabirgðaskýrsla eigi síðar en í lok nóvembermánaðar nk., þannig að hugmyndir og tillögur nefndarinnar megi eftir atvikum hafa til hliðsjónar við afgreiðslu fjárlaga og tengdar lagabreytingar.

Fjármálaráðuneytinu, 18. september 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta