Hoppa yfir valmynd
24. september 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræni loftslagsdagurinn: Stærsta farsímatilraun í heimi

Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember vinnur Norræna ráðherranefndin nú að því að bæta þekkingu barna og unglinga á loftslagsmálum.
norrænn loftslagsdagur
nordiskklimadag138

Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember vinnur Norræna ráðherranefndin nú að því að bæta þekkingu barna og unglinga á loftslagsmálum.
Opnuð hefur verið ný vefsíða: klimanorden.org og ef að líkum lætur verður stærsta farsímatilraun í heimi gerð á næstunni.


Hvernig vekjum við áhuga unga fólksins á loftslagsmálum? Margar tillögur hafa komið fram og ein af þeim er ný vefsíða Norrænu ráðherranefndarinnar: klimanorden.org

Með vefmiðlun er ætlunin að styrkja kennslu um loftslagsmál á Norðurlöndum, en vefsíðunni verður hrint úr vör til að kynna Norræna loftslagsdaginn 11. nóvember 2009.

Norræni loftslagsdagurinn er sameiginlegt verkefni allra norrænu menntamálaráðherranna, og felst í því að efla kennslu um loftslagsmál á Norðurlöndum og jafnframt auka og efla samstarf kennara og nemenda í löndunum.
Á Norræna loftslagsdeginum verður trúlega stærsta kennsluátaki í heimi í gegnum SMS-skilaboð hleypt af stokkunum.

Annars vegar er um að ræða Loftslagsferð, þar sem ungt fólk á Norðurlöndum veltir upp hugmyndum, meðal annars í formi hljóðs, kvikmynda, ljósmynda um hvernig bregðast megi við loftslagsvandanum.

Auk þess eiga nemendurnir að svara spurningum um loftslags- og umhverfismál, sem eru tvö af mikilvægustu málefnunum sem Norræna ráðherranefndin vinnur að.

Mikilvægt er að vekja áhuga unga fólksins á loftslagsmálum eins snemma og hægt er. Það er unga fólkið sem tekur við og verður að finna lausnir til framtíðar. Með norræna loftslagsdeginum er verið að leggja áherslu á fræðslu um loftslagsmál, segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.

Fjöldi stofnana og samtaka á Norðurlöndum tekur þátt í Norræna loftslagsdeginum. Eystrasaltsríkin og Rússland taka einnig þátt, þar sem Norræna ráðherranefndin verður með kynningar í þessum löndum.

Á loftslagsdeginum verður tilkynnt um sigurvegara í stóru norrænu kvikmyndasamkeppninni um loftslagsmál, ReClimate, en það er Samband Norrænu félagana sem stendur fyrir þeirri keppni með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni.

Samstarfsaðilar og þátttakendur í kvikmyndasamkeppninni og í norræna loftslagsdeginum geta vistað verkefni sín á gagnvirkt kort, sem verður eins konar viskubrunnur um allt starf sem tengist kennslu í loftslagsmálum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta