Ráðherra prófaði skrikvagn
Skrikvagn er hjólabúnaður sem settur er undir venjulegan bíl. Með honum má lyfta bílnum lítillega upp svo að veggrip minnkar og þannig má með ákveðnum æfingum auka skilning á akstri við erfiðar aðstæður til dæmis í hálku, bleytu eða lausamöl. Vagnarnir verða því góð viðbót í námi ungra ökumanna auk þess sem þá má nýta í ýmis önnur verkefni. Skrikvagnarnir verða notaðir um allt land og verður annar vagninn á ferð um landið í færanlegu forvarnarhúsi.
Ökukennarar í Ökukennarafélag Íslands hafa sótt námskeið í notkun skrikvagna í ökukennslu. Kristján L. Möller samgönguráðherra prófaði búnaðinn í gær undir leiðsögn frá Jóni Hauki Edwald, formanni Ökukennarafélags Íslands. Ráðherra sagði að þetta hlyti að verða bylting í kennslunni, þarna gætu menn kynnst viðbrögðum og hegðan bílsins í hálku og lausamöl án þess að nokkur hætta hlytist af.
Kristján L. Möller er hér undir stýri með Jóni Hauki Edwald ökukennara sem nýtur skrikvagninn og lætur hann aka í ,,hálku" og æfa viðbrögð við að halda stjórn á bílnum. |