Vel heppnað verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunar
Dagana 21. – 22. september s.l. var haldið vel heppnað verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunar í Nýheimum, Höfn Hornafirði.
Tilgangur fundarins var m.a. að kynna þátttöku Íslands í áætluninni og áherslur, efla tengslanet þátttakenda, fara yfir helstu þætti er varða fjárhagsuppgjör og skýrslugerð og aukið og bætt upplýsingaflæði. Auk þess var kynnt fyrirhuguð ráðstefna Norðurslóðaáætlunar Lava 09 sem haldin verður í Iðnó 10. – 11. nóvember n.k. og fyrirhugaðar verkefnakynningar í tengslum við hana í Tjarnarsal, Ráðhúss Reykjavíkur.
Mjög góð mæting var á verkefnastefnumótið en liðlega 50 þátttakendur tóku þátt og kynnt voru 17 íslensk verkefni innan Norðurslóðaáætlunar. Nálgast má kynningar verkefnanna og fyrirlestra á slóðinni http://www.northernperiphery.eu/en/events/show/&tid=44