Ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins 2009
Fréttatilkynning nr. 67/2009
Í þessari skýrslu er fjallað um framvindu og horfur helstu þátta efnahagsmála á árunum 2009-2011 á grundvelli nýrrar þjóðhagsspár fjármálaráðuneytisins auk framreikninga til ársins 2014.
Helstu niðurstöður eru þessar:
- Straumhvörf urðu í efnahagslífi Íslendinga við hrun íslensku bankanna í ? alþjóðlegri fjármálakreppu haustið 2008. Starfsemi á fjármálamarkaði stöðvaðist, gengi krónunnar féll, vextir hækkuðu og eignaverð lækkuðu. Djúpur samdráttur varð í hagkerfinu með vaxandi atvinnuleysi og aukinni tíðni gjaldþrota. Mikill tekjuhalli myndaðist á ríkissjóði ásamt stóraukinni skuldsetningu. Stjórnvöld hófu samstarf með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um endurheimt stöðugleika í hagkerfinu á grundvelli efnahagsáætlunar með þríþætt markmið: 1) endurreisn bankakerfisins, 2) opnun gjaldeyrismarkaðar og 3) sjálfbærni ríkisfjármála til lengri tíma litið.
- Endurreisn bankakerfisins hefur dregist á langinn og viðræður við Breta og ? Hollendinga um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans hafa tafi fi ð lánafyrirgreiðslu frá AGS og öðrum lánveitendum. Lausn þeirra mála er í sjónmáli og framkvæmd áætlunarinnar er að öðru leyti á áætlun. Með gjaldeyrishöftum hefur tekist að tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaði þótt gengi krónunnar sé enn lágt. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2010 er grundvallað á viðmiðum efnahagsáætlunarinnar.
- Árið 2008 er áætlað að verg landsframleiðsla hafi aukist um 1,3% þegar ? djúp niðursveifla í innlendri eftirspurn í lok ársins var milduð af viðsnúningi í utanríkisviðskiptum. Árið 2009 er reiknað með að samdráttur landsframleiðslu nemi 8,4% sem endurspeglar fimmtungslækkun innlendrar eftirspurnar en áframhaldandi afgang vöru- og þjónustujöfnuðar. Árið 2010 er spáð að landsframleiðslan dragist saman um 1,9%, einkum vegna frekari samdráttar einkaneyslu á meðan auknar stóriðjuframkvæmdir vega upp á móti. Spáð er að viðsnúningur verði í efnahagslífinu árið 2011 þegar hagvöxtur verður 2,8%. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla nái jafnvægi og áframhaldandi aukningu stóriðjuframkvæmda og annarrar fjárfestingar.
- Þrátt fyrir ört minnkandi halla á vöruskiptunum árið 2008 varð viðskiptajöfnuður ? neikvæður um 42% af landsframleiðslu vegna gríðarlegrar aukningar í halla á þáttatekjujöfnuði í kjölfar hruns bankanna. Árið 2009 er áætlað að viðskiptahallinn dragist hratt saman og verði 7% af landsframleiðslu, en að afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði endurspegli lágt raungengi krónunnar. Árið 2010 er því spáð að afgangur upp á 0,8% af landsframleiðslu verði á viðskiptajöfnuði og að 0,2% afgangur verði árið 2011 en reiknað er með að þáttatekjujöfnuður haldist neikvæður út spátímabilið.
- Áætlað er að atvinnuleysi verði að meðaltali 8,6% af vinnuafli árið 2009 og ? að það nái 10,6% árið 2010 en lækki síðan í 9,0% af vinnuafli árið 2011.
- Hægt hefur á hjöðnun verðbólgu það sem af er ári vegna veikingar á gengi ? krónunnar á fyrri hluta ársins. Áætlað er að verðbólga nemi 11,9% að meðaltali árið 2009. Gert er ráð fyrir að gengi krónunnar haldist stöðugt yfir árið 2010 og að verðbólga verði 5,0% að meðaltali það ár en nær 2,5% í lok ársins. Árið 2011 er því spáð að verðbólga verði 2,3% að meðaltali.
- Tekjur ríkissjóðs drógust hratt saman í lok árs 2008 samfara mikið auknum ? útgjöldum og tekjuhalli ríkissjóðs nam 13% af landsframleiðslu það ár. Árið 2009 er áætlað að halli verði á ríkissjóði sem nemi 17,2% af landsframleiðslu. Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir miklu aðhaldi á komandi árum til að snúa ríkissjóði í afgang árið 2013 og hraða lækkun skulda ríkissjóðs.
- Óvissuþættir sem snúa að þjóðhagsspánni eru margir og viðamiklir og tengjast afnámi hafta á gjaldeyrismarkaði, gengi krónunnar, Icesave máli, lánafyrirgreiðslu AGS og annarra landa, endurreisn bankakerfisins, fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja, ástandi á vinnumarkaði, fjárfestingu í orkuöflun og iðnaðarkostum, ESB aðild og ástandi alþjóðlegs efnahagslífs.
Nánari upplýsingar um spána veitir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins; sími 545 9178 eða 862 0017.
Reykjavík, 1. október 2009