Hoppa yfir valmynd
1. október 2009 Dómsmálaráðuneytið

Nýtt heiti ráðuneytis og ný verkefni

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið við Skuggasund.
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið við Skuggasund.

Í samræmi við lög nr. 98/2009 mun heiti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins breytast í dag, 1. október 2009, í dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og aukin áhersla verða lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttinda.

Einnig koma til framkvæmda nokkrar breytingar á verkefnum ráðuneytisins en það tekur við forræði yfir sveitarstjórnarkosningum, fasteignamati og skráningu auk þess sem neytendamál færast til ráðuneytisins. Þá mun dómsmála- og mannréttindaráðuneytið framvegis hafa yfirumsjón með málefnum er varða mansal. Umsjón laga um prentrétt flyst hins vegar frá ráðuneytinu til mennta- og menningarmálaráðuneytis en kirkjumál verða áfram á forræði ráðuneytisins þó að heiti þess breytist.

Með nýju heiti ráðuneytisins breytist almennt netfang þess í [email protected] og í netföngum starfsfólks kemur dmr í stað dkm. Vefslóðin verður óbreytt, www.domsmalaraduneyti.is.

Sjá nánar í nýju vefriti dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta