Nýtt skipulag fjármálaráðuneytisins
Í dag tók gildi nýtt skipulag fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt því starfar ráðuneytið sem ein heild, líkt og áður var, og skiptist í fjórar skrifstofur og tvö svið.
Skrifstofurnar eru:
- fjárlagaskrifstofa,
- fjárreiðu- og eignaskrifstofa,
- starfsmannaskrifstofa og
- tekju- og skattaskrifstofa.
Sviðin eru
- lögfræðisvið og
- rekstrar- og upplýsingasvið.
Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og sviða og felur einum starfsmanna hverrar skrifstofu og sviðs staðgöngu fyrir skrifstofustjóra í fjarveru hans.