Hoppa yfir valmynd
1. október 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýtt skipulag fjármálaráðuneytisins

Í dag tók gildi nýtt skipulag fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt því starfar ráðuneytið sem ein heild, líkt og áður var, og skiptist í fjórar skrifstofur og tvö svið.

Skrifstofurnar eru:

  • fjárlagaskrifstofa,
  • fjárreiðu- og eignaskrifstofa,
  • starfsmannaskrifstofa og
  • tekju- og skattaskrifstofa.

Sviðin eru

  • lögfræðisvið og
  • rekstrar- og upplýsingasvið.

Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og sviða og felur einum starfsmanna hverrar skrifstofu og sviðs staðgöngu fyrir skrifstofustjóra í fjarveru hans.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta