Hoppa yfir valmynd
5. október 2009 Dómsmálaráðuneytið

Alþjóðleg ráðstefna um ábyrgð á Internetinu

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands mun í samvinnu við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið halda alþjóðlega ráðstefnu 19. nóvember næstkomandi undir heitinu Ábyrgð á Internetinu. Fyrirlesarar verða bæði innlendir og erlendir og komið verður inn á ýmsa þætti er varða netglæpi, lögsögu og varnarþing. Meðal annars verður rætt um barnaklám, kynþáttahatur, hvar aðilar verði dregnir til ábyrgðar og skyldu ríkja til að vernda friðhelgi einkalífs.

Unnið er að skipulagi ráðstefnunnar og Mannréttindastofnunin auglýsir dagskrá síðar ásamt upplýsingum um skráningu. Ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands og verður hún öllum opin og aðgangur ókeypis. Norræna ráðherranefndin veitir styrk vegna ráðstefnunnar í tilefni af formennsku Íslands árið 2009.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum