Starfshópur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða
Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að setja á fót starfshóp í samræmi við viljayfirlýsingu í tengslum við undirritun á breytingu á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 12. mars 2002.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Guðjón Þorkelsson sviðsstjóri, MATÍS, sem jafnframt er formaður
Georg Ottósson, garðyrkjubóndi, Undirheimum, Flúðum
Sigurlaug S. Angantýsdóttir, garðyrkjubóndi, Heiðmörk, Biskupstungum
Hanna Dóra Másdóttir, deildarsérfræðingur, iðnaðarráðuneytinu
Karólína Gunnarsdóttir, garðyrkjubóndi, Akri, Biskupstungum
Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og
Pétur Grétarsson, hagfræðingur, Byggðastofnun, sem jafnframt mun starfa fyrir hópinn.