Metþátttaka á Umhverfisþingi
Rúmlega 400 hafa skráð sig til þátttöku á Umhverfisþingi sem hefst á föstudag og verður þingið því það fjölmennasta hingað til. Vegna þessa mikla fjölda sem hefur skráð sig eru þátttakendur beðnir um að mæta snemma að morgni föstudagsins. Skráning og afhending fundargagna fer fram frá kl. 8:30 til 8:55.
Sjálfbær þróun verður meginefni þingsins að þessu sinni. Lögð verður áhersla á virka þátttöku þinggesta og því verður efnt til umræðna í heimskaffistíl að loknum erindum í málstofum á föstudegi og eftir erindin á laugardagsmorgni. Hugmyndir og tillögur frá heimskaffihúsinu verða nýttar til stefnumörkunar og annarrar vinnu hjá umhverfisráðuneytinu í kjölfar þingsins.
Á Umhverfisþingi í ár verður áhersla lögð á þátttöku ungs fólks til að stuðla að umræðu milli kynslóðanna um framtíðarþróun Íslands. Fulltrúar nokkurra ungmennaráða sveitarfélaga hafa skráð sig til þátttöku og Sigríður Ólafsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson, nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, ávarpa þingið á föstudagsmorgun.
Nánari upplýsingar um Umhverfisþing 2009.