Tilkynning vegna gildistöku reglugerðar ESB er varðar innflutning á sjávarafurðum sem eiga uppruna af ólöglegum veiðum (IUU fishing).
Þann 1. janúar 2010 kemur til framkvæmdar reglugerð Evrópusambandsins nr. (EC) 1005/2008. Markmið reglugerðarinnar er að leitast við að koma í veg fyrir innflutning sjávarafurða sem eiga uppruna sinn í ólöglegum veiðum (IUU-fishing) inn á markaði Evrópusambandsins. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur það sem af er árs verið í tvíhliða viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um útfærslur á ákvæðum reglugerðarinnar með tilliti til útflutnings á íslenskum sjávarafurðum inn á markaðssvæði Evrópusambandsins og innflutnings erlendra afurða til Íslands. Stefnt er að því að niðurstaða um það hvernig ákvæðum reglugerðarinnar verði framfylgt hérlendis liggi fyrir á næstu mánuðum, áður en að reglugerðin tekur gildi.
Yfirlýsinguna á ensku má sjá hér.