Hoppa yfir valmynd
13. október 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Degi íslenskrar tungu verður fagnað í fjórtánda sinn 16. nóvember 2009.
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu

Ágæti viðtakandi.

Degi íslenskrar tungu verður fagnað í fjórtánda sinn 16. nóvember 2009.
Fastlega má gera ráð fyrir að flestir skólar laDagur íslenskrar tungundsins og margar aðrar stofnanir og samtök fagni deginum með einhverju móti.


Nýr opinber fánadagur á Íslandi.
Degi íslenskrar tungu var í fyrra bætt við íslensku fánadagana. Á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, skal sem sé draga fána að hún við hús opinberra stofnana.


Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því að nota 16. nóvember, eða dagana þar í kring, til að hafa íslenska tungu sérstaklega í öndvegi. Hægt er að fagna deginum með margvíslegu móti, t.d. upplestri, ritunarsamkeppni, verðlaunum og viðurkenningum, handritasýningum, bókakynningum, samkomum af ýmsum toga og tónlistarflutningi svo að fátt eitt sé nefnt.


Minnt er á vef dags íslenskrar tungu:

www.menntamalaraduneyti.is/menningarmal/dit/

Þar má m.a. finna hugmyndabanka kennara og upplýsingar um Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem mennta- og menningarmálaráðherra afhendir árlega 16. nóvember.


Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að annast ýmsa verkþætti í tengslum við viðburði á degi íslenskrar tungu 2009. Þeir sem vilja kynna viðburði sína á vef dags íslenskrar tungu eru hvattir til að senda upplýsingar á netfangið [email protected]. Þangað má jafnframt beina fyrirspurnum um hvað eina sem varðar hátíðisdaginn.


Með vinsemd og virðingu

Katrín Jakobsdóttir
mennta- og menningarmálaráðherra

Guðrún Nordal
forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta