Mannréttindi og lýðræði - ráðstefna 16. október
Í tilefni af 60 ára afmæli Evrópuráðsins og 50 ára afmæli Mannréttindadómstóls Evrópu munu Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins, dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og utanríkisráðuneyti Íslands, Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, standa fyrir ráðstefnu þar sem ljósi verður varpað á stöðu mannréttinda, lýðræðis og þróun réttarríkisins í Evrópu og leiðandi hlutverk Evrópuráðsins á því sviði. Ráðstefnan verður haldin í Öskju (sal 132) föstudaginn 16. október frá 13.30-16.45.
Dagskrá
13:30 Ráðstefnan sett
Fundarstjóri Björg Thorarensen, prófessor og forseti lagadeildar HÍ
13:35 Mannréttindasáttmáli Evrópu
Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra
13:45 Hlutverk Evrópuráðsþingsins á sviði mannréttinda: Frá orðum til athafna.
Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins
14:00 Hlutverk ráðherranefndar Evrópuráðsins
Hörður H. Bjarnason, sendiherra
14:15 Vandi Mannréttindadómstóls Evrópu: Fórnarlamb eigin velgengni
Davíð Þór Björgvinsson, dómari Íslands við Mannréttindadómstól Evrópu
14:45 Fyrirspurnir og umræður
15.00 Kaffihlé
15:30 CPT - Nefnd um varnir gegn pyndingum. Er þörf á eftirliti hér?
Pétur Hauksson, fulltrúi Íslands í nefndinni og annar varaforseti
15:45 Baráttan gegn kynþáttamisrétti!
Baldur Kristjánsson, B.A. Soc, Th. M., fulltrúi Íslands í sérfræðinganefnd Evrópuráðsins
16:00 Framlag Íslands í réttindamálum barna
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu
16:15 Að byggja lönd með lögum
Hjörtur Torfason, fulltrúi Íslands í Feneyjarnefndinni
16:30 Fyrirspurnir og umræður
16:45 Ráðstefnu slitið
Sjá nánar um ráðstefnuna hér.