Leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Umhverfisráðuneytið og Samtök atvinnulífsins boða til kynningar- og umræðufundar um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fundurinn fer fram á Grand Hótel þriðjudaginn 20. október kl. 13:00-15:00. Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir að þátttakendur skrái sig með tölvupósti á [email protected] fyrir hádegi 19. október.
Dagskrá fundarins:
- Opnun: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
- Brynhildur Davíðsdóttir: Möguleikar til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda - yfirlit.
- Bryndís Skúladóttir: Aðgerðir í iðnaði og meðferð úrgangs.
- Guðbergur Rúnarsson: Aðgerðir í sjávarútvegi.
- Umræður.