Hoppa yfir valmynd
15. október 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr formaður Jafnréttisráðs

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Þórhildi Þorleifsdóttur formann Jafnréttisráðs. Hlutverk Jafnréttisráðs er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á vinnumarkaði, veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur til félags- og tryggingamálaráðherra um aðgerðir á þessu sviði.

Þórhildur er kunn af störfum sínum á sviði leiklistar og hefur einnig unnið að margvíslegum félagsmálum. Árin 1987–1991 sat Þórhildur á Alþingi fyrir Kvennalistann og sem varamaður árið 1993.

Fráfarandi formaður Jafnréttisráðs er Hildur Jónsdóttir, starfsmaður í forsætisráðuneytinu og sérfræðingur Stjórnarráðsins í jafnréttismálum.

Tenging frá vef ráðuneytisins Jafnréttisráð



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta