Úr þjóðarbúskapnum 15. október 2009
Út er komið nýtt hefti í ritröðinni Úr þjóðarbúskapnum sem hefur að geyma hagrannsóknir á sviði efnahagsmála og opinberra fjármála sem birtar voru sem rammagreinar og viðaukar í þjóðhagsskýrslu fjármálaráðuneytisins Þjóðarbúskapurinn árin 2005-2009.
Þann 1. október 2009 sl. voru þjóðhagsspár- og hagstjórnarverkefni efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins færð til Hagstofu Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytis en stjórn ríkisfjármála er áfram í fjármálaráðuneytinu. Á þessum tímamótum þótti viðeigandi að gefa út hefti í ritröðinni Úr þjóðarbúskapnum með rammagreinum og viðaukum sem birtar voru í Þjóðarbúskapnum árin 2005 - 2009. Þær rannsóknir og athuganir koma vonandi að gagni við áframhaldandi úrlausn þessara verkefna á framangreindum stöðum.