Hoppa yfir valmynd
16. október 2009 Matvælaráðuneytið

Starfshópur um dragnótaveiðar í Skagafirði

Ráðuneytið vísar til þess að fyrir liggja undirskriftarlistar úr Skagafirði þar sem að lagt er til að sett verði bann við botnlægum veiðarfærum í Skagafirði. Er það einkum veiði dragnótabáta sem verið er að gera athugasemdir við en þeir eru af viðkomandi taldir skaða lífríki fjarðarins sem talið er mjög fjölbreytt. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur auk þess ítrekað ályktað í sömu veru.

Til að meta fram komnar tillögur og þá lífríkisþætti sem hafa verður í huga í þessu sambandi hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveðið að skipa starfshóp sem skal reifa þetta mál út frá fyrirliggjandi gögnum, þ.m.t. nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um áhrif dragnótaveiða í Skagafirði og semja greinargerð sem ráðuneytið geti stuðst við varðandi ákvarðanir um framhald þessa máls.

Í starfshópnum eru:

  • Halldór Gunnar Ólafsson tilnefndur af BioPol, formaður
  • Jón Sólmundsson tilnefndur af Hafrannsóknastofnuninni og
  • Bjarni Jónson tilnefndur af Veiðimálastofnun.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta