Starfshópur um eflingu svínaræktar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um eflingu svínaræktar með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið.
Hópurinn er þannig skipaður:
- Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði, sem er formaður.
- Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi, og
- Hörður Harðarson, bóndi, tilnefndir af Svínaræktarfélagi Íslands,
- Björn Steinbjörnsson, dýralæknir, tilnefndur af Matvælastofnun og
- Grétar Hr. Harðarson,dýralæknir, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands.