Ný gögn vegna Icesave birt upplýsingavef stjórnvalda
Stjórnvöld hafa birt viðaukasamninga og öll tengd gögn vegna samkomulags við Breta og Hollendinga um lyktir Icesavemálsins á upplýsingavef stjórnvalda, island.is
Í samræmi við það samkomulag stjórnvöld hafa náð við Breta og Hollendinga vegna Icesave kynnt var í gær, sunnudaginn 18. október hafa stjórnvöld í dag:
- skrifað undir sérstaka viðaukasamninga við lánasamninganna frá 5. júní.
- lagt fram lagafrumvarp um breytingar á lögum. nr. 96/2009 um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar)
- gefið út sameiginlega yfirlýsingu fjármálaráðherra Íslands, Bretlands og Hollands.
Tenglar:
- Fréttatilkynning frá ríkisstjórn Íslands: Viðræðum um Icesave lokið - niðurstaða liggur fyrir.
- Frumvarp til laga um breytingar á lögum. nr. 96/2009 um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar).
- Fjármálaráðherrar Íslands, Bretlands og Hollands: Sameiginleg yfirlýsing við framlagningu frumvarps um Icesave á Alþingi.
- island.is: fylgiskjöl vegna samkomulags við Breta og Hollendinga um lyktir Icesavemálsins.