Óskað eftir tillögum almennings um stefnu um sjálfbæra þróun
Nú er unnið að endurskoðun á stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Stefnumótunin ber yfirskriftina Velferð til framtíðar 2010-2013. Fyrstu drög voru kynnt á Umhverfisþingi 9. og 10. október þar sem þinggestir tóku virkan þátt í umræðum um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi. Í drögunum er að finna yfirlit yfir helstu lykilverkefni á sviði sjálfbærrar þróunar hér á landi.
Umhverfisráðuneytið óskar nú eftir tillögum frá almenningi sem nýst geta stjórnvöldum við endurskoðun stefnumörkunarinnar. Þær verða að hafa borist í síðasta lagi 1. desember næstkomandi. Hægt er að senda tillögurnar með tölvupósti á [email protected] eða með bréfi til umhverfisráðuneytisins, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík.
Drög að Velferð til framtíðar 2010-2013.