Hoppa yfir valmynd
20. október 2009 Matvælaráðuneytið

Iðnaðar- og samkeppnisráðherrar Evrópu funda um sjálfbæra framtíð

Ráðherrafundur í Umeå
Ráðherrafundur í Umeå

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók þátt í óformlegum fundi ráðherra Evrópusambandsins í Svíþjóð 15. október. Umræðuefnið var hvernig samkeppnishæfni verði tryggð um leið og áhersla sé lögð á sjálfbæra þróun.

Gestir fundarins voru Günter Verheugen, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, Leif Johansson framkvæmdastjóri Volvo og Frank Appel framkvæmdastjóri DHL í Þýskalandi.

Rætt var um þær kröfur sem atvinnulífið gerir til stjórnvalda og hvaða kröfur stjórnvöld geti gert til atvinnulífsins. Í umræðunum kom fram þung áhersla á samstarf stjórnvalda og atvinnulífs.

Tengill á síðu Evrópusambandsins í Svíþjóð



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta