Hoppa yfir valmynd
20. október 2009 Matvælaráðuneytið

Konur ræða hagvöxt framtíðarinnar

Iðnaðarráðherra þáði boð Women's Forum for the Economy and Society um þátttöku í pallborðsumræðum um framtíðarvöxt í Evrópu á alþjóðafundi samtakanna í Frakklandi. Þessi árlegi fundur, sem sumir kalla "Davos fyrir konur" er sóttur af þúsundum kvenna úr stjórnmálum, viðskiptum og stjórnsýslu.

Yfirskrift fundarins í ár var "Think again, Think ahead!". Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók þátt í fjölsóttum pallborðsumræðum um hvers kyns vöxtur verði í Evrópu framtíðarinnar og hvernig örva megi nýsköpun og frumkvöðlastarf í álfunni.

Aðrir þátttakendur voru Anne-Marie Idrac alþjóðaviðskiptaráðherra Frakklands og Clara Gaymard framkvæmdastjóri General Electric í Frakkland. Stjórnandi var Maria Livanos Cattaui, stjórnarmaður í Petroplus Holdings og fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóða viðskiptaráðsins. Maria Cattaui spurði iðnaðarráðherra sérstaklega út í stöðu efnahagsmála á Íslandi, endurreisnaráætlunina og væntingar til Evrópusambandsaðildar.

Tengill á vefsíðu fundarins



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta