Hoppa yfir valmynd
21. október 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Erindi flutt á Umhverfisþingi 2009

Sigríður Ólafsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson á Umhverfisþingi 2009.
Á Umhverfisþingi 2009

Upptökur flestra erinda sem flutt voru á Umhverfisþingi 2009 og glærur sem fylgdu eru nú aðgengileg hér á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Alls voru flutt um 40 erindi á þinginu. Sjálfbær þróun var meginefni þingsins að þessu sinni og í kjölfar þess er nú unnið að stefnumörkun stjórnvalda um sjálfbæra þróun 2010-2013. Umhverfisráðuneytið óskar nú eftir tillögum fyrir 1. desember frá almenningi sem nýst geta við gerð stefnumörkunarinnar. Hægt er að senda tillögurnar með tölvupósti á [email protected] eða með bréfi til umhverfisráðuneytisins, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík.

Unnið verður að því á næstu dögum að bæta við þeim erindum sem vantar hér á listann. Í málstofum á þinginu var fjallað um umhverfismál í sveitarfélögum og atvinnulífinu. Einungis fyrrnefnda málstofan var tekin upp á myndband. Hægt er að skoða myndir frá Umhverfisþingi með því að smella hér.

  • Ávarp: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. (Upptaka).
  • Ávarp: Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. (Glærur). (Upptaka)
  • Ávarp: Sigríður Ólafsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson, nemendur Menntaskólanum við Hamrahlíð, fulltrúar ungmenna.
  • Umhverfi og auðlindir – Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar? Kynning á skýrslu umhverfisráðherra. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. (Glærur). (Upptaka).
  • Velferð til framtíðar, nýjar áherslur 2010-2013. Danfríður Skarphéðinsdóttir sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu. (Glærur). (Upptaka).
  • Hugleiðingar um umhverfismál með hliðsjón af skýrslu umhverfisráðherra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands. (Upptaka).
  • Hrund Skarphéðinsdóttir, fulltrúi umhverfisverndarsamtaka. (Upptaka).
  • Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. (Upptaka).
  • Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. (Upptaka).
  • Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður umhverfisnefndar miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. (Upptaka).

Málstofa A: Umhverfismál í sveitarfélögum

  • Samgöngustefna stjórnvalda. Kristján Möller, samgönguráðherra. (Upptaka).
  • Hvernig er hægt að draga úr losun frá samgöngum? Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands. (Upptaka).
  • Hvernig minnka ég útblásturinn minn? Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs.
  • Aðgerðir umhverfisráðuneytisins til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur umhverfisráðuneyti. (Glærur). (Upptaka).
  • Einstök náttúra, en hversu lengi? – Utanvegaakstur og umgengni ferðafólks. Skúli Skúlason, fulltrúi Samtaka útivistarfélaga. (Upptaka).
  • Utanvegaakstur – lagalegt umhverfi og hvað er til ráða? Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum. (Upptaka).
  • Nýir tímar í úrgangsstjórnun sveitarfélaga. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Suðurlands bs. (Glærur). (Upptaka).
  • Stykkishólmsleiðin í sorphirðu og endurvinnslu. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri. (Glærur). (Upptaka).
  • Skipulagsstefna og sjálfbær þróun. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. (Glærur). (Upptaka).
  • Sjálfbærni á sunnudögum. Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta. (Glærur). (Upptaka).
  • Vistvæn hönnun mannvirkja og vottun. Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu. (Glærur).

Málstofa B: Umhverfismál og atvinnulíf

  • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja – lúxus eða lífsnauðsyn? Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Auði Capital. (Glærur).
  • Iðnaður framtíðarinnar - sjálfbær nýsköpun. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. (Glærur).
  • Ert þú í Svansmerkinu? Græn tækifæri í framtíðinni Anne Maria Sparf, sérfræðingur Umhverfisstofnun. (Glærur).
  • Vistvæn innkaup og villtar auðlindir í atvinnulífinu. Finnur Sveinsson, ráðgjafi í innkaupa- og umhverfismálum.
  • PM Endurvinnsla – Skapandi útflutningsfyrirtæki með umhverfislegan ávinning. Haraldur Aikmann, framkvæmdastjórk PM endurvinnslu.
  • Umhverfisáhrif af fiskveiðum. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, Ms í umhverfis- og auðlindafræði. (Glærur).
  • Fiskveiðar - framtíðarsýn. Halla Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. (Glærur).
  • Sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar – sýn á gæða- og umhverfismál. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
  • Sjálfbær ferðaþjónusta – hvar stöndum við í dag? Berglind Viktorsdóttir, MS í umhverfisfræðum og gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda. (Glærur).
  • Fuglaskoðun og ferðamennska. Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs. (Glærur).

Stuttar hugvekjur: Hvernig náum við takmarkinu um sjálfbært Ísland?

  • Sveinn Jónsson frá Kálfskinni. (Glærur). (Upptaka).
  • María Ellingsen, leikkona. (Upptaka).
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verkefnastjóri, Stofnun Sæmundar fróða. (Upptaka).
  • Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. (Upptaka).
  • Björg Pétursdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. (Upptaka).
  • Fulltrúi ungmenna. (Upptaka).
  • Umhverfisráðherra slítur Umhverfisþingi 2009. (Upptaka).


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta