Nr. 35/2009 - 10. fundur samstarfsnefndar Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál
10. fundur samstarfsnefndar Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál
Tíundi fundur samstarfsnefnd Íslands og Rússlands um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegsmála var haldinn í Mosku 19.-21. október sl. Á fundinum voru rædd þau mál sem helst eru á döfinni varðandi samstarf landanna á vettvangi sjávarútvegsmála og fiskveiða.
Á fundinum skiptust fulltrúar landanna á upplýsingum um framkvæmd samningsins frá 15. maí 1999 milli ríkisstjórnar Íslands, Noregs og Rússlands um tiltekna þættir í samstarfi á sviði sjávarútvegs (Smugusamningur). Þannig var fjallað um samstarf á sviði veiðieftirlits, hafrannsókna, um veiðistjórnun sameiginlegra stofna á Norður Atlantshafi m.a. úthafskarfa, kolmunna, norks-íslenska síld og makríl. Á fundinum var sérstaklega rætt um mikilvægi þess að samkomulag náist um stjórnun úthafskarfaveiða. Að hálfu Íslands var lögð áherslá á að framtíðar veiðistjórnunin byggi á þeirri vísindalegu þekkingu og ráðgjöf sem fyrir liggi.
Alls munu koma 5.497 tonn af þorski, auk takmarkaðs meðafla, í hlut Íslands á grundvelli samnings ríkjanna tveggja á árinu 2010. Fjallað um sölukvóta sem íslenskar útgerðir hafa rétt á að kaupa samkvæmt samningnum og nemur hann alls 2.061 tonnum og eru til frádráttar 5.497 tonnunum.
Enn frekar ræddu ríkin um frekara samstarf á sviði sjávarútvegsmála á fjölþjóðlegum vettvangi þar sem áherslur og hagsmunir ríkjanna tveggja fara oft saman. Þá var rætt um mögulegt aukið tvíhliðasamstarf á fjölþættum sviðum sjávarútvegs.
Að loknum fundinum lýstu báðir aðilar yfir ánægju með viðræðurnar og mikilvægi þeirra í tvíhliða samaskiptum ríkjanna.