Opinn morgunverðarfundur um aðgerðir gegn mansali
Utanríkisráðuneytið, í samvinnu við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali föstudaginn 30. október 2009 í tilefni af komu Evu Biaudet mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til Íslands. Morgunverðarfundurinn er haldinn í gyllta salnum á Hótel Borg kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en kl. 11:00.
Fundurinn fer fram á ensku, er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
DAGSKRÁ
Ávarp Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra
Aðgerðir Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í baráttunni gegn mansali
Eva Biaudet, mansalsfulltrúi ÖSE
Mikilvægi aðgerða gegn mansali
Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri dómsmála - og mannréttindaráðuneytis
För yfir landamæri
Sigríður Björk Guðjónsóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á Suðurnesjum
Aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali
Hildur Jónsdóttir, forsætisráðuneytinu og formaður sérfræði- og samhæfingarteymis um mansalsmál
Aðstoð við fórnarlömb mansals, hindranir fjarlægðar
Margrét Steinarsdóttir, Alþjóðahúsi
Í framhaldi verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri: Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra, sviðsstjóri alþjóða og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins