Hoppa yfir valmynd
28. október 2009 Utanríkisráðuneytið

Norrænir utanríkisráðherrar fordæma árásina á SÞ-starfsmenn í Kabúl

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og norrænir starfsbræður hans, fordæmdu í dag á blaðamannafundi í Stokkhólmi hina mannskæðu hryðjuverkaárás sem gerð var á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Kabúl í morgun.

Sögðu ráðherrarnir þar mjög alvarlegt að ráðist hefði verið gegn borgaralegum starfsmönnum sem farið hefðu til Afganistan til taka þátt í uppbyggingu eftir áratuga stríðsátök. Þá væri það ekki síður alvarlegt þegar slík hermdarverk beindust gegn alþjóðastofnunum. Að minnsta kosti sex starfsmenn SÞ létust og níu særðust í árásinni.

Utanríkisráðuneytið íslenska hefur verið í sambandi við Íslendinga í Afganistan og eru þeir allir óhultir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta