Hoppa yfir valmynd
30. október 2009 Matvælaráðuneytið

Jarðir og spildur til leigu

Háa- Kotey

Háa Kotey

Um er að ræða húsalausa eyðijörð í Meðallandi. Byggingarframkvæmdir eru óheimilar á landinu. Enginn framleiðsluréttur fylgir.

Úr úttektarskýrslu frá 31. ágúst 2008:

Tún voru ekki mæld, en eru skv. fasteignamati 6,8 ha. Engar endurbætur hafa verið gerðar á ræktun í tíð fráfarandi leigjanda.

Framræsluskurðir sem tilheyra Háu- og Lágu-Koteyjum hafa verið hreinsaðir á um 10 km kafla og um 4 km af breiðum affallsskurðum. Girðingar eru í þokkalegu lagi. 352 m nýleg netgirðing, liggur frá mörkum Sandhóls, með gamla þjóðveginum að mörkum Lágu-Koteyjar.

Hvor aðili um sig getur óskað eftir endurskoðun á leigugjaldinu að 5 árum liðnum. Leigugjaldið verður reiknað skv. reglum um fjárhæð jarðaafgjalda fyrir jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

 

 

Hofstaðir

 Hofsstaðir

Um er að ræða eyðijörð í Reykhólahreppi.Gömul tún á jörðinni eru 10,9 ha skv. Fasteignaskrá Íslands. Landamerkjalýsing er  frá 1887 sbr. meðfylgjandi kort.

Á jörðinni eru gömul virkjun og geymsla sem ekki hafa verið nýtt til margra ára.

Mannvirkjagerð er óheimil á landinu nema með leyfi landeiganda. Enginn framleiðsluréttur fylgir förðinni. Óski leigutaki eftir að girða á landinum ber hann kostnaðinn við það þó verður  framkvæmdin metin við uppgjör í lok leigutíma. Hvorum aðili um sig er heimilt að óska endurskoðunar á leigugjaldi að 5 árum liðnum.

Leigugjaldið verður reiknað skv. reglum um fjárhæð jarðaafgjalda fyrir jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins útg. 1. febrúar 2006.

 

 

 

Lága Kotey

 Háa Kotey

Um er að ræða húsalausa eyðijörð í Meðallandi.

Byggingarframkvæmdir eru óheimilar á landinu. Enginn framleiðsluréttur fylgir.

Úr úttektarskýrslu frá 31. ágúst 2008:

Tún voru ekki mæld en eru samkvæmt fasteignamati 9,1 ha. Þar til viðbótar hefur fráfarandi leigjandi ræktað, 2007 og 2008, alls 15,8 ha. Framræsluskurðir sem tilheyra Háu- og Lágu- Koteyjum, hafa verið hreinsaðir á um 10 km kafla og um 4 km af breiðum affallsskurðum.

Girðingar hafa verið endurnýjaðar að nokkru leyti. Ný netgirðing er með skurði fyrir sunnan tún, um 342 m löng. Nýlegar netgirðingar 2x237 m langar, liggja beggja megin með þjóðvegi frá mörkum Háu-Koteyjar, vestur að brú á veginum. 281 m netgirðing í mörkum við Nýjabæ, með gamla þjóðveginum. Síðan eru 5 strengja rafgirðingar, 318 m markagirðing á móti Rofabæ með gamla vegi og 170 m vestur með mörkum. 334 m rafgirðing með mörkum Efri-Eyjar III, að mörkum Háu-Koteyjar. Aðrar girðingar eru misjafnar en fjárheldar.

Hvor aðili um sig getur óskað endurskoðunar á leigugjaldi að 5 árum liðnum.

Leigugjaldið verður reiknað skv. reglum um fjárhæð jarðaafgjalda fyrir jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins útg. 1. febrúar 2006

 

Stóri-Bakki. Félagsræktun

Stóri Bakki 

Landið er leigt til slægna, en einnig til beitar á þeim hluta sem ekki eru tún.  Þó er heimilt að nýta landið til annarrar ræktunar, en þá er áskilnaður um að við lok leigutíma verði túnin endurræktuð. Bygging fasteigna er óheimil á landinu. Landstærðin er 58 ha, sbr. meðfylgjandi texti úr landskiptagerð frá 24.07.'06.

Með í leigunni fylgir 1/6 sameiginlegs veiðiréttar Árbakka og Stóra-Bakka í Jökulsá á Brú.

Skv. upplýsingum frá veiðifélagi er ekki reiknað með arði af veiði næstu árin.

Ef leigutaki ákveður að endurrækta túnin á leigutímanum, þarf hann að kosta þá ræktun, sem og uppgröft skurða o.þ.h.  Leigusali mun ekki greiða fyrir slíkar endurbætur við lok leigutíma. Ef grafa þarf upp úr landamerkjaskurðum eða setja upp landamerkjagirðingar, ber leigutaka að borga helming kostnaðar á móti eigendum aðliggjandi jarða, sbr. girðingalög. Fyrir liggur að við lok leigutíma mun,  ef ástæða er til, fara fram úttekt skv. V. kafla ábúðarlaga nr. 80/2004, sem landeigandi og leigutaki greiða sameiginlega fyrir og þá verða hugsanlegar framkvæmdir leigutaka vegna landamerkja metnar.

Leigugjald tekur mið af reglum ráðuneytisins um beitarsamninga.

Byggingarframkvæmdir eru óheimilar á landinu. Hvorum aðili um sig er heimilt að óska endurskoðunar á leigugjaldi að 5 árum liðnum.

Leigugjaldið verður reiknað skv. reglum um fjárhæð jarðaafgjalda fyrir jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins útg. 1. febrúar 2006

 

Lýsing úttektarmanna 7. október 2005:

Samkvæmt mælingum úttektarmanna er ræktað land samtals 49,8 ha, 6,8 ha neðan vegar og 43 ha ofan vegar. Ástand ræktunar er þokkalegt, en túnin eru fremur óslétt og er snarrót áberandi. Spilda sem liggur NA í landinu, er um 4,5 ha og var endurræktuð 1998 ástand hennar er gott. Þrjár spildur eru óslegnar og óábornar, sú nyrsta næst vegi og tvær samliggjandi SA við Árbæjarmörkin. Hluti túna neðan vegar er óáborinn.

Framræsla er að mestu í þokkalegu lagi en hluta skurða þarf að hreinsa. Síðan leigusamningur við Félagsræktun Jökuldæla var gerður hafa um 270 m af skurðum verið grafnir neðan vegar.

Rennur eða brýr hafa verið endurbættar og 9 rennum bætt við, til að tengja spildurna betur saman.

Girðingar eru með mörkum landsins, niður í Jökulsá og með þjóðvegi.

Girðing neðan vegar er léleg en fjárheld. Girðing frá þjóðvegi að mörkum austan, 1065 m, er endurbætt með nýjum staurum og gaddavírsstreng, en netið er gamalt. Girðing með austurmörkum er 5 strengja rafgirðing, um 423 m að lengd, nýendurgerð og í góðu ástandi.

 

Landskiptagerð febrúar 2007:

Stóri-Bakki, félagsræktun, landnúmer 208345:

Afmörkun spildunnar er eftirfarandi:

Að vestan ráða bakkar Jökulsár frá [FEL6] í ytri lækjarós og í skurðenda á landamerkjum á landamerkjum við Litla Bakka [FEL1]. Þaðan bein lína með skurði í jaðarskurð við brekkurætur [FEL2] og með honum í landamerki við árbakka [FEL3]. Þaðan bein lína í punkt á þjóðvegi 125 m norðan við Rauðalæk [FEL4]. Þaðan að þjóðvegi í Rauðalæk og með honum fram í Rauðlækjarós.

Hnitapunktar spildunnar eru:

FEL1                            N 65°29.574´   WO14°32.544´                        0,6 km   345°

FEL2                            N 65°29.268´   WO14°30.996´                        1,9 km   091°

FEL3                            N 65°29.062´   WO14°31.270´                        0,9 km   116°

FEL4                            N 65°29.278´   WO14°32.355´                        0,0 km   000°

FEL5                            N 65°29.212´   WO14°32.415´                        0,1 km   201°

FEL6                            N 65°29.260´   WO14°32.600´                        0,2 km   260°

 

Sjá einnig meðfylgjandi hnitasettan uppdrátt sem gerður var 24. apríl 2006.

 

Stærð spildunnar er  58 ha, þar af ræktun um 50 ha. Landinu fylgir ¼ hluti af veiðiréttindum Stóra-Bakka sem samsvarar 1/6 hluta semeiginlegra veiðiréttinda Árbakka og Stóra-Bakka.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta