Hoppa yfir valmynd
30. október 2009 Matvælaráðuneytið

Norrænu atvinnu- og orkumálaráðherrarnir styðja þróun og samstarfs um endurnýjanlega orkugjafa og bætta orkunýtingu í samgöngugeiranum.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, stýrði fundi norrænna iðnaðar- og orkumálaráðherra á fundi í Stokkhólmi þann 27. okt. sl.

Á fundinum kom fram mikli samstaða um að ráðast í verkefni er lúta að orkunotkun í samgöngum með áherslur á bætta orkunýtni og endurnýjanlega og vistvæna orku fyrir samgöngur.

Í máli sínu lagði Katrín mikla áherslu á mikilvægi þess að Norðurlöndin störfuðu saman á þessu sviði og þannig gætu þau orðið í forystu annarra landa hvað varað staðla, t.d. varðandi hleðslustöðvar rafbíla.

Fjórðungur CO2-losunar í heiminum er frá samgöngugeiranum, sem notar helming allrar olíu í heiminum og því er mikilvægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. .

Sjálfbær og endurnýjanleg orka í samgöngum er hluti af sjálfbærri atvinnu- og orkustefnu, þar sem áhersla er lögð á skilvirk hagkerfi, sem fela í sér hagvöxt með minna álagi á umhverfið. Sjálfbær neysla og framleiðsla, umhverfistækni, bætt orkunýtni og endurnýjanlegir orkugjafar bæta skilyrði í fyrirtækum í vexti, á sama tíma og dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda og hægt er að skapa fleiri störf.

Tengill á fréttina á heimasíðu norden:

 

Íslendingar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2009.

Sjá nánar um norrænt samstarf á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar: www.norden.org

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta